raggiposter
Ragnar Mar Nikulasson
Og allar girndir lausbeislaðar - and unrestrained lust
21. 01. 2012 - 19. 02. 2012
 
Opnun laugardaginn 21.janúar kl.17.00

Samhengi og samband hlutanna, allt frá gangi himintunglanna til hinna agnarsmáu einda er mynda veröld okkar, er viðfang sýningar Ragnars Más Nikulássonar. Ferlar hlutanna innan þessa samsetta heims eru ekki línulegir, heldur víbrandi, stöðugir árekstar einda sem rekast á og breyta stefnu. Frá Plató til Newton, til skammta- og strengjafræði samtímans, þar sem eðli og kraftar takast á, hreyfing gagnstætt kyrrstöðu, massi gagnstætt tóminu. Höfum við ef til vill verið of fjót á okkur að afskrifa tilvist bylguberans, ljósvakans, etersins? Hvaða orka afhjúpast í millibilinu, í eyðunum, í tómarúminu?´

Sýningin stendur til 19.febrúar

Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
101 Reykjavík

Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is