demented_poster
Kling & Bang @ Reykjavik Art Museum-Hafnarhus
The Demented Diamond of Kling & Bang´s Confected Video Archive
19. 05. 2012 - 02. 09. 2012
 
Opnun í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi 19. maí kl. 15:00


DÍSÆTUR SKRATTAKOLLUR

Í gegnum árin hefur Kling & Bang fengið í sínar hendur fjölmörg myndbandsverk, kvikmyndir og upptökur af gjörningum og viðburðum frá listamönnum sem tengst hafa galleríinu. Þau mynda nú safnið: The Confected Video Archive of Kling & Bang. Stikkprufur sem veita leiftursýn inn í vissan tíðaranda.

The Confected Video Archive er síbreytilegt. Það vex í hvert sinn sem það er sýnt og stuðlar jafnvel að sköpun nýrra verka. Safnið er stöðugur flaumur listaverka sem flæða milli listamannanna, Kling & Bang og áhorfandans. Þegar tilefni þykir er verkunum raðað saman, á mátulega kerfisbundinn hátt, og jafnvel þótt hver samsetning sé búin til úr sömu einingunum þá veitir hver og ein þeirra nýja sýn á heildina. Safnið er því aldrei fullbúið og takmarkið er óskilgreint.

Auk þess að sýna skjáinnsetninguna Color Scheme, hefur Kling & Bang nú soðið saman hugstola demant, óráðsástand með kristaltæru millispili. Úr arkífinu hafa verið dregnir þræðir til að spinna ljósavef sem myndar geislandi grind í myrkrinu. Hljóð og ljós kastast milli veggja og brjótast út um afbakaða speglunina.

Demanturinn sjálfur verður nánast portrett af Kling & Bang. Hann kann að vera skefjalaus en viss tærleiki rofar í gegn. Síðustu níu árin hefur það verið markmið Kling & Bang að mynda farveg fyrir sýningar og verkefni sem brenna þeim fyrir brjósti þá stundina. Kling & Bang er samansett úr fjölda listamanna sem snúa hver í sína áttina en hverfast þó allir um sama kjarnann. Þannig verður til kristallaður kandísmoli; dísætur skrattakollur sem trúir á mikilvægi listarinnar.


... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ...


19 maí - 2 september 2012 í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi, sem hluti af „Sjálfstæðu fólki“ á Listahátíð í Reykjavík.

Myndbandsverk, upptökur af gjörningum og list-kvikmyndir eftir rúmlega 60 listamenn.


Í Color Scheme hefur verið sett saman tylft sýninga fyrir tíu skjái sem eru sýndar til skiptis, auk þess sem nýjar sýningar bætast við á tímabilinu.

Demented Diamond lokkar gesti í síbreytilegan ljósavef, ofinn úr völdum verkum úr arkífinu. Þar að auki verður listamönnum boðið að taka demantinn yfir á tveggja vikna fresti, með einkasýningum á nýjum verkum eða sérstökum verkefnum.


24. maí kl. 17:
Sheep Plug Club myndbönd

7. júní kl. 17:
Sirra Sigrún Sigurðardóttir

21. júní kl. 17:
Kolbeinn Hugi Höskuldsson

5. júlí kl. 17:
Ragnar Helgi Ólafsson

19. júlí kl. 17:
Þórgunnur Oddsdóttir

2. ágúst kl. 17:
K&B verkefni

16. ágúst kl. 17:
Loji Höskuldsson

30. ágúst kl. 17:
Gullimoli



Color Scheme initiated by Hekla Dögg Jónsdóttir and Dorothea Schlueter gallerie in Hamburg.

Demented Diamond created by Ingibjörg Sigurjónsdóttir
in a joint effort with: Anna Hrund Másdóttir, Daníel Björnsson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Katla Rós, Ragnar Már and the rest of Kling & Bang


(I)ndependant People: Collaborations and Artist Initaives
Listahátíð í Reykjavík 2012
www.independentpeople.is
 
Anna Hallin, Anna Fríða Jónsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Bjarni Massi, Bjarni Þór Pétursson, Bryndís Björnsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Börkur Jónsson, Curver, Dodda Maggý, Dóra Hrund Gísladóttir, Eirún Sigurðardóttir, Elísabet Brynhildardóttir, Emiliano Monaco, Erik Hirt, Erling TV Klingenberg, Gernot Faber, Guðni Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Hannes Lárusson, Haraldur Jónsson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Helgi Hjaltalín, Inga Birgisdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ingvar Högni Ragnarsson, Jóhannes Atli Hinriksson, Juliette Mauduit, Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir, Klængur Gunnarsson, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Kristín Helga Káradóttir, Kristína Aðalsteinsdóttir, Lana Vogestad, Lilja Birgisdóttir, Lilý Erla Adamsdóttir, Lina Bjorn, Loji Höskuldsson, Magnús Sigurðarson, Magnús Pálsson, Malin Stahl, Monika Frycova, Olga Bergmann, Pétur Örn Friðriksson, Ráðhildur Ingadóttir, Sara Björnsdóttir, Sara Gunnarsdóttir, Selma Hreggviðsdóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Guðjónsson, Skyr Lee Bob, Snorri Ásmundsson, Tómas Lemarquis, Úlfur Grönvold, Una Björk Sigurðardóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Þorgeir Guðmundsson, Þóroddur Bjarnason.
 
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is