|
|
|
Helgi Þórsson |
Benelux verkstæðið or Benelux Werkstatte |
27. 06. 2015 - 26. 07. 2015 |
|
OPNUN LAUGARDAGINN 27.JÚNÍ KL.17.00
Í Kling & Bang, 27. júní kl 17:00 mun Helgi Þórsson opna einkasýninguna Benelúx verkstæðið eða Benelux Werkstatte.
Sýningin samanstendur af málverkum, prentum og skúlptúrum þar sem gömul sígild verk sjást í nýju ljósi og ný verk í gömlu ljósi. Hér er spurt stórra spurninga og svarað í samræmi við spurningarnar. Nýjar upplýsingar sem koma úr skúmaskotum fram í dagsbirtuna og gamla klassíkin sýnir okkur glænýjar hliðar á sama viðfangsefni, möguleikinn á framandi geimverum á meðal okkar og margt fleira... hversdagsleikanum kastað á glæ.
Ekki búast við neinu og uppskerðu ríkulega, komdu með veskið ef þú vilt gera góð kaup, þetta er síðasta tækifærið í bili til að eignast listaverk eftir meistarann sem heldur af landi brott á vit nýrra ævintýra.
Góðar stundir og ókeypis sprútt og kex.
Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18 |
|
|
|
|
|
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |