VARIOUS SMALL MILK AND
Emily Wardill
26. 08. 2017 - 24. 09. 2017
 
VARIOUS
SMALL
MILK
AND

Emily Wardill er listamaður sem vinnur handan skilnings en á kunnuglegum slóðum þó. Verk hennar byggjast á hugmyndum um samskipti og yfirtöku þeirra á efnisleikum sem þeim eru framandi.

Á sýningunni MARGVÍSLEGIR, LITLIR, MJÓLK, OG sýnir Emily stór ljósmyndaverk unnin með rayogram-tækni sem spunnin eru upp úr kreditlista fyrri kvikmyndar hennar og lágmyndir sem hún vinnur út frá hugmyndinni um skyrtu, (því undarlega grunnformi í menningu okkar) sem hlut, teikningu, málverk, skúlptúr og jafnvel performer. Sýningin tekst á við víddir – hvernig eitthvað sem er eitthvað eitt þykist vera eitthvað annað: Skúlptúr sem reynir að vera flatur, kvikmynd samsett úr myndum sem vilja láta eins og orð eða texti sem vill vera mynd. Ný kvikmynd hennar um eldinn, No Trace of Accelerator (2017), byggist á rannsókn á raunverulegum atburðum sem gerðust í Frakklandi á 10. áratugnum þar sem gata í litlu sveitaþorpi var ítrekað undirlögð af eldsvoðum. Emily byggir verk sitt á sannleikanum um þessa atburði, óeiginlegum minnum úr kvikmyndasögunni, sálfræðilegum skýrleika, ótta og ljóðrænu. Þetta er kvikmynd um hrylling og hversdagsleika. Aðalsögupersóna hennar er eldurinn – eða miklu fremur hugmyndin um eldinn. Ófyrirséð hegðun eldsins er órofa tengd spunakenndri tækninni sem notuð er í framköllun.

Hvort sem maður er áhugamaður um kvikmyndaformið eða myndlistina þá er Emily Wardill einn dularfyllsti og skemmtilegasti listamaður okkar tíma.

–

Sýningin opnar laugardaginn 26. ágúst kl 17. Allir velkomnir

Opið miðvikudaga til sunnudaga 12-18, fimmtudaga til kl 21.

Kling & Bang
Marshallhúsinu
Grandagarði 20
101 Reykjavík


 
Emily Wardill býr og starfar í Lissabon, Portugal. Hún hefur meðal annars haldið einkasýningar í Bergen Kunsthall; Salzburger Kunstverein; La Loge, Brussel; Statens Museum for Kunst, Kaupmannahöfn; National Gallery of Denmark, Kaupmannahöfn; The Badischer Kunstverein, Karlsruhe; the Serpentine Gallery, London; FRAC Champagne-Ardenne, Rheims; De Appel, Amsterdam; MIT List Visual Arts Center, Cambridge; STANDARD, Oslo og Carlier Gebauer, Berlín. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal 19. tvíæringnum í Sydney; Tate Britain, London; Tate Modern, London; MUMOK, Vínarborg; Feneyjatvíæringnum; MOCA, Miami; Kunsthalle Basel; Kunstverein Stuttgart; ICA, London; OCA, Oslo; Witte de With, Rotterdam og á Sequences VI, Reykjavík. Fjallað hefur verið um verk hennar í fjölda tímarita, þar á meðal, Art in America, Art Review, Artforum, Flash Art, Frieze og The New York Times. Hún starfar nú sem prófessor við Malmö Art Academy.

Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík.
 
emilywardill_k_b1 emilywardill_k_b4 emilywardill_k_b6 emilywardill_k_b11 emilywardill_k_b8
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is