profesional5
Arnar Ásgeirsson / Bergur Ebbi / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Hrafnhildur Helgadóttir / Sæmundur Þór Helgason/ Félag Borgara
Prófessjónal Amatör
30. 06. 2018 - 19. 08. 2018
 
“Hvenær verður amatörinn að fagmanni?”

“Hvaða eiginleikar og aðstæður skapa fagmann?”

Þegar kemur að menningu og myndlist, hvað er það sem sker úr um það hver telst fagmaður?
Myndlist og menning rúma marga ólíka ferla og nálganir við að skapa list, en ímynd um atvinnulistamann er af einstaklingi sem tekst að búa til menningarlegt og efnahagslegt gildi, þar sem verkin fá viðurkenningu frá stofnunum samfélagsins. Í þessu samhengi er amatörinn einstaklingur sem er drifinn áfram af ástríðu og einlægum áhuga en tekst ekki að skapa menningarlegt eða efnahagslegt gildi innan samfélagsins. Línan á milli þess að vera fagmaður eða amatör er ekki skýr né varanleg og getur tekið óteljandi breytingum. En einstaklingurinn sem gerir tilraun til þess að skapa list þarf ávallt að mæta þessum andstæðum þar sem tíðarandinn ræður hvað fær vægi og hvað verður að menningarlegum úrgangi.

Helsta viðurkenningin fyrir verk listamanna er að verða hluti af arkífi safna og annarra menningarstofnana. Slík viðurkenning býr til efnahagslegt gildi eins og Boris Groys bendir á í bókinni On the New, þar sem slík staða er talin örugg fjárfesting.
Amatörin sem skapar afurð sem hlýtur ekki slíka viðurkenningu og gildi getur litið á þá stöðu sem mótspyrnu gegn efnahagslegum öflum, en slík staðsetning er í hæsta máta óáreiðanleg og ófyrirsjáanleg. Úrgangur gærdagsins getur auðveldlega orðið af fjársjóði morgundagsins; þar sem rusl dagsins í dag getur fengið sinn stað í sameiginlegu menningarlegu arkífi framtíðarinnar.

Opnun laugardaginn 30. Júní klukkan 5 í Kling og Bang Gallerí í Marshall húsinu. Hrafnhildur Helgadóttir mun standa fyrir gjörningi á opnuninni.
 
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík

Sýningarstjóri
Dagrún Aðalsteinsdóttir
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is