monika_copy
Monika Frycová
Útgáfuhóf / book launch
08. 02. 2020 - 08. 02. 2020
 
Verið hjartanlega velkomin í útgáfuhóf bókarinnar EKPHRASIS / PURE MOBILE vs. DOLCE VITA eftir Monika Frycová laugardaginn 8. febrúar kl 18.30 í Kling & Bang, karlakór, vídeósýning og léttar veitingar í boði!

VARÚÐ! Ekki gera þetta heima eða erlendis: Eftirfarandi bók fjallar um svaðilför atvinnulistamanns (samkvæmt Tollstjóra, bls. 68) undir eftirliti fagmanna (norrænu goðunum).

Eða hvernig ætti annars að kynna bók Moniku Frycová? Gefa þarf sérstakan fyrirvara fyrir þá sem kjósa fyrirfram skipulögð ferðalög, pakkatilboð með flugi, hóteli og eftirlaun á strönd einhversstaðar í paradís: alltaf það sama, alltaf nákvæmlega það sem þú áttir von á, dveljið áfram í ævilöngum doða. Strax í inngangi bókarinnar, bls. 3, má finna kaldhæðin brandara í pörtum. Þú efast ekki um að einstaklingarnir tveir sem minnst er á séu nánir vinir höfundar, en að lesa tileinkunn um AirBnB - birtingarmynd illsku í ferðaiðnaðinum sem eyðir heilum borgum og menningu - sem má skilja sem svartan húmor í samhengi við ferðaiðkun Moniku, sem er stjórnlaust tímaflakk og ævintýri í tímaskorti, maður á mann
hittingar við ókunnuga og staði sem hún keyrir í gegnum á ferð sinni um Evrópu. Til að fullkomna staðhæfinguna má lesa bein ummæli á meðfylgjandi síðu: Afsakið, ég er að brjóta reglurnar í fyrstu ferðalotunni. Þar kemur í ljós hugarfarið og grundvallar forsendan til að ferðast og skrifa: engar reglur eiga
við um hana, hún mun brjóta þær allar.

Þess vegna munu engar ferðabækur eftir Huxley eða Kerouac eða hverja sem fylgdu á eftir þeim, geta átt við um hana, staðalímynd með gleðilega fortíðarþrá. Jafnvel ef allar hliðar af viðskiptavinum hliðstæðra ferðahandbóka - sem eru leiðarvísar fyrir ákveðna tegund af bakpoka ferðalangi sem segist ekki fylgja áætlunum, er ekki bundin við tíma, aldrei að hugsa um að snúa heim, er ekki vera feimin við hið óþægilega, reynir að vera reiprennandi í tungumálum heimamanna og leitast við að sökkva sér í framandi menningarheima - eiga við Moniku, er hún þrátt fyrir allt með plan. Af því aftan á bókinni segir: Árið 2013 ferðaðist Monika Fryčová á vespu frá Íslandi til Portúgal og aftur til baka. Hún fór með íslenskan saltfisk til Portúgal og tók portúgalskar sætar kartöflur til Íslands. Sigurbergur er spurður snemma í bókinni, spurning sem vegur þungt sem steinn, hvort það sé mögulegt að fara þessa leið á vespu, hann svarar: „Kannski er það í lagi, þú ert listamaður, þú getur gert hvað sem er”. Jafnframt bætti hann við fremur raunsærri forsendu: „Nema þú ferð mjög hægt og kannski... kemur þú aftur eftir mjööööög langan tíma”. Í ferðaundirbúningnum var farartækið og ferðalangurinn ásamt fisknum blessað af norrænum goði við athöfn og Monika tók með sér staðfestingu frá Tollstjóranum þess efnis að hún mætti ferðast með þurrmat.
Restin er ótrúlegt ferðalag á ofhlaðnu litlu farartæki, lýst í ljóðrænni dagbók með hundruðum mynda og skjala auk korts í yfir 600 blaðsíðum. Ekki gleyma ferðatryggingunni og að kaupa bókina!

Sebastian Reuss, Dorothea Schlüter gallery, Hamburg, January 2020 / Íslensk þýðing: Tinna Guðmundsdóttir
 
Monika Frycová (fædd 1983 í Tékkóslóvakíu) vinnur í hljóð- og myndlist, gjörningum og ljóðlist. Hún býr og starfar á Seyðisfirði og í suður-Portúgal. Monika er með M.A. gráðu í myndlist (Video Art - New Media) og vinnur að doktorsgráðu en hún nam einnig myndlist við Favu VUT, Brno í Tékklandi og við Listaháskóla Íslands.

Monika vinnur gjarnan í blönduðum miðlum með áherslu á hljóðrænar og sjónrænar upplifanir, ásamt því að skoða grundvallaratriði óreiðu, augnablikið - hér og nú -, að fela sig og sýna sig og leitinni að grunn uppsprettunni sem sýnir sig en týnist um leið. Síðastliðin ár hefur hún unnið að fjölbreyttum samvinnuverkefnum með íslenskum myndlistamönnum, tónlistamönnum og stofnunum.

Frá 2003 hefur hún ferðast víðsvegar um heiminn með verk sín og sýnt á stöðum á borð við CERN/ Genf, 5th ALT SILL Silver Lake /Hollywood, Santa Monica College/LA, Kling & Bang/ Reykjavik, European Pépinières/Luxemburg; ELIA/Amsterdam, SPOR/ Aarhus, Ammassalik/Greenland, Dorothea Schlueter/Hamburg, Okuparte/Huesca, Thorstrasse 111/Berlin, Santra Putra/Bali, Kit/Trondheim, ZDB Negócio/Lisbon, Amorphy/Athens, Egon Schiele c. /Český Krumlov, Essel Award NG/Prague, KUNSTRAUM Düsseldorf, Triangle Network London/Lisbon, PARTAGE/Mauritius, Art Festival Reykjavík, NORD/Oslo- Finnmark og Noise Noise /Porto ásamt fleirum stöðum.
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is