sarabj_kogb01
Huginn Þór Arason-Jóhannes Atli Hinriksson
Glory Hole
04. 03. 2006 - 26. 03. 2006
 
Uppi-jarðhæð: Huginn Þór Arason-Jóhannes Atli Hinriksson

Opnun 4.mars 2006 kl.17

Um stöðugleika
Menn geta breyst mjög mikið í hegðun þegar þeir fullorðnast. Breytingarnar eru mest áberandi frá tíu til tólf ára aldri og þar til þeir hafa náð fullum félagslegum þroska við 20 til 30 ára aldur, allt eftir upplagi mannsins. Þess skal þó getið að alls ekki allir karlmenn verða erfiðir þegar þeir þroskast en einhverjar breytingar verða þó alltaf.
Gelding leysir alls ekki öll hegðunarvandamál. Þjálfun samfara geldingu er nær undantekningarlaust skilyrði fyrir góðum árangri. Þau hegðunarvandamál sem gelding getur haft jákvæð áhrif á eru bundin við kyntengda hegðun sem koma oftar fyrir meðal durta, t.d. þvagmerkingar, árásarhneigð, makaleit og að riðlast.
Hin svokallaða afbrigðilega eða óæskilega hegðun manna er oft arfleið „eðlilegrar“ hegðunar í náttúrunni en vegna þess umhverfis og lífstíls sem við búum mönnunum okkar og þeirra væntinga sem við gerum til þeirra verður þetta að vandamáli (okkar:-).
Dæmi um þetta er árásargirni, hvort heldur sem hún beinist að öðrum mönnum (samkeppni um að koma sínum genum áfram til næstu kynslóðar) eða til varnar afkvæmum, matar eða maka. Í náttúrunni er þetta nauðsynlegt til að halda lífi en í hinni tilbúnu veröld mannsins verður þetta oftast vandamál.
Einnig má nefna flökkuhneigðina en hún er nauðsynleg til að finna maka og svo fengitímann sem er eitt sinn á ári hjá frænda mannsins, úlfinum en vegna hönnunarþarfa mannshugans höfum við búið til ótrúlega margar útfærslur (tegundir) manna og kallað fram tvö lóðatímabil hjá þeim flestum, sem geta komið hvenær árs sem er. Mennirnir verða fyrir mun meira áreiti en ella vegna lyktar af lóða konum og samt ætlumst við til þess að þeir sitji á sér.

Spurningar og svör
Maðurinn minn sýnir árásarhneigð gagnvart fjölskyldumeðlimum, mun gelding leysa vandann?
Margar ástæður geta verið fyrir svona hegðun og er nauðsynlegt að leita orsakanna. Hér er þó oftast um valdatafl að ræða, sem krefst skýrari lína í stöðu mannsins innan heimilisins. Hér er fyrst og fremst þörf á þjálfun og stöðulækkun mannsins. Árásargirni tengd drottnun eða goggunarröð innan hópsins er að vísu mun meira áberandi meðal ógeltra en geltra manna og þannig getur gelding hjálpað og er oft ráðlögð samfara stífu þjálfunarferli en er aldrei lausn ein og sér.
Maðurinn minn sýnir árásarhneigð gagnvart gestum. Getur gelding breytt þessu?
Eins og með dæmið að ofan þarf að greina ástæðuna fyrir hegðuninni. Manninum gæti fundist hann hafa fullan rétt á að gæta heimilisins og hegðunin verið hreint ráðríki þannig að gelding gæti hjálpað með því að lækka stöðu hans. Hinsvegar mun gelding ekki hafa áhrif á eiginlegt varðeðli mannsins - hann mun áfram gelta og láta vita ef það er honum eiginlegt.
En maður getur einnig sýnt svona hegðun af einskærum ótta. Þá myndi gelding ekki hjálpa.
Maðurinn minn er taugaveiklaður og sýnir árásargirni gagnvart ókunnugu fólki. Mun gelding stöðva þessa hegðun?
Gelding er alls ekki lækning við árásarhneigð sem er tengd ótta eða taugaveiklun. Þetta ástand orsakast oft af skorti á félagsmótun á fyrstu árum uppeldis eða er tengd slæmri lífsreynslu síðari tíma. Þetta atferli er á engan hátt tengt hormónaferli mannsins. Hér er aðeins hægt að styðjast við ákveðna þjálfunartækni til lausnar vandanum.
Ég hef tvo karlmenn í heimili sem slást innbyrðis. Ætti ég að láta gelda þá báða?
Þörfin á að skapa ákveðið stigveldi er oft orsök áfloga milli manna á sama heimili. Yngri maður gæti verið að reyna að setja sig ofar eldri manni, eða báðir verið svo líkir að stærð, aldri og skapgerð að það er erfitt fyrir þá að sætta sig við ákveðna goggunarröð og þeir því alltaf að ögra hvor öðrum. Áflogin eru oft hávaðasöm án mikilla meiðsla en geta orðið alvarleg. Slagsmálin eru í raun oft orsökuð af þriðja aðila sem kemur róti á fyrirliggjandi valdastöður.
Til að leysa vandann verður þú að viðurkenna annan manninn ofar hinum og styrkja stöðu hins ráðandi manns (ekki þó á kostnað yfirráða þinna). Hægt er að leita leiðbeininga um hvernig þessu er náð, hjá atferlisfræðingum eða læknum sem hafa sett sig inn í manneldi. Þú sjálf þarft þannig að læra hvernig þú setur þig yfir báða mennina en það kemur einmitt oft í veg fyrir innbyrðis valdatogstreitu, þegar skýrar línur eru um það hver ræður heima fyrir.
Gelding getur gagnast við svona aðstæður en það er mikilvægt að greina hvor maðurinn er líklegri til að láta undan og vera undirgefinn og gelda hann fyrst til að auka bilið milli valdastöðu mannanna. Ef vandinn leysist ekki við þetta og hinn maðurinn heldur áfram uppteknum hætti ætti að gelda hann líka sem lokaúrræði.
Maðurinn minn hegðar sér vel innan um aðra þegar hann er laus en sýnir árásarhneigð gagnvart þeim þegar hann er í taumi. Gæti gelding leyst þetta?
Á byrjunarstigum hræðslutengdrar árásarhneigðar, finnur maður sem er laus fyrir öryggi með að komast undan ef honum er ógnað. Þegar hann er í taumi hefur hann ekki möguleika á þessu og lærir því að nota árásarhegðun til að fæla hina mögulegu ógnun í burtu og þar sem hegðunin ber oftast góðan árangur stigmagnast þetta atferli og getur jafnvel orðið svo yfirþyrmandi að það kemur einnig fram þegar maðurinn er ekki í taumi.
Gelding er ekki líkleg til að breyta þessari hegðun þar sem atferlið tengist frekar hræðslu en áhrifum hormóna. Gelding gæti jafnvel aukið á vandann hjá einstaklingum sem laða að sér aðra menn í kjölfarið og þannig ýkt enn frekar slíka hræðslutengda hegðun.
Maðurinn minn er árásargjarn gagnvart öðrum mönnum þegar hann er laus, ætti ég að láta gelda hann?
Ef hann sýnir þessa hegðun bæði gagnvart rökkum og tíkum getur ástæðan verið sú að félagsmótun hans sem barns var ónóg og hegðun hans því vegna skorts á félagslegri færni. Skortur á félagsmótun eða minningin um að hafa verið ráðist á getur leitt til hræðslutengdrar árásarhneigðar sem getur jafnvel einskorðast við einstaklinga sem minna á hinn upprunalega árásaraðila. Hér er ólíklegt að gelding breyti nokkru.
Ef hins vegar árásarhneigðin hefur þróast eftir að maðurinn hefur fullorðnast og beinist sérstaklega gagnvart öðrum körlum, er líklegt að gelding hjálpi þar sem geltur maður hefur minni þörf fyrir að drottna, hann lyktar ekki lengur af karlhormónum og ögrar því síður öðrum körlum. Geldingin hækkar þann áreitisstuðul sem þarf til að maðurinn sýni árásarhneigð gagnvart öðrum mönnum.
Þjálfun samfara geldingu er þó alltaf nauðsynleg til að tryggja góðan árangur, því maðurinn hefur tamið sér ákveðna hegðun og býr yfir ákveðinni reynslu.
Maðurinn minn skemmir hluti þegar ég skil hann eftir einan heima, gæti gelding stöðvað þessa hegðun?
Gelding hefur engin áhrif á svona atferli. Hér er orsökin hræðsla við aðskilnaðinn. Hér þarf að leysa vandann með ákveðinni þjálfunartækni og best er að leita aðstoðar hjá lækni eða sálfræðingi.
Maðurinn minn er alltaf að stinga af og fer á flakk. Gelding?
Ef maðurinn er á höttunum eftir tíkum en ekki á veiðum eða í könnunarleiðangrum um svæðið þá eru stórar líkur á að gelding geri hann heimakærari. Gelding hefur jákvæð áhrif í um 90% tilfella. Að auki er mikil hætta á að menn lendi fyrir bíl á þessum flökkutúrum sínum þannig að gelding er mjög réttlætanleg við svona aðstæður.
Er illa gert að gelda menn?
Meirihluti manna mun aldrei fara á tíkur en frumhvatir þeirra í þeim efnum geta oft valdið mönnunum erfiðleikum og mikilli gremju. Þegar eðlunarhvötinni er eytt með geldingu virðast mennirnir oft sáttari. Þeir hafa enga hugmynd um hverju þeir eru að missa af.
Er ekki ónáttúrulegt að gelda menn?
Jú, en það er líka ónáttúrulegt að ala upp ógelta karla í tilbúnu umhverfi og vænta þess að þeir hagi sér ekki eins og menn. Er ekki betra að tryggja það að hvatir þeirra valdi þeim ekki vanlíðan og að það fæðist ekki fleiri óvelkomin börn?
Hvenær er rétti tíminn fyrir geldingu?
Gelding getur breytt hegðun manna þótt hún sé framkvæmd eftir að maðurinn er orðinn fullorðinn en mikilvægt er að hafa í huga að breytingar gerast ekki á einni nóttu. Framfarir geta tekið nokkra mánuði og óæskilegri innlærðri hegðun þarf að breyta með aðstoð þjálfunar. Ýmsir launamenn eru geltir strax við kynþroskaaldur og hefur það gefið góða raun. Dæmi um þetta eru kennarar, leiðbeinendur, umsjónarmenn fatlaðra, svo og iðnaðarmenn og lögreglumenn.
Hverjir eru ókostir geldinga?
Sumir geltir menn verða kynferðislega aðlaðandi fyrir aðra menn og verða fyrir ágangi þeirra vegna lyktar eða lyktarleysis.
Mun maðurinn minn fitna mikið eftir aðgerðina?
Já, menn hafa oft aukna matarlyst eftir geldinguna og margir þurfa minna fæði til að viðhalda sömu líkamsþyngd eftir aðgerðina. Með því að skera niður matreiðslu við fyrstu einkenni þyngdaraukningar má koma í veg fyrir vandamálið. Alveg eins og hjá okkur skiptir hreyfing líka miklu máli.
Verður maðurinn minn síðri í vinnu eftir geldingu?
Nei. Í raun eru geltir menn oft auðveldari í þjálfun þar sem þeir láta síður truflast af umhverfinu. Leikgleðin breytist heldur ekki. Maðurinn verður ekki latur nema hann fitni og það er jú undir eigandanum komið.
Maðurinn minn er mjög mótfallinn því að hann verði geltur, hvernig get ég sannfært hann?
Karlmenn hafa tilhneigingu til að mikla fyrir sér sínar tilfinningar og reynslu í þessum efnum. Þeir krossleggja fætur og gretta sig ef minnst er á geldingu en finnst oft í fullkomnu lagi að taka konur úr sambandi og eru jafnvel sáttir við að eiginkonur þeirra fari í ófrjósemisaðgerð! En enginn veit hvað átt hefur sem misst hefur, og óþarfi er að hafa áhyggjur af því að hann sakni ástalífsins:-).
Vonandi varpar þetta greinarkorn einhverju ljósi á áhrif geldinga á menn og veitir innsýn inn í hegðunarmynstur þeirra.

---
(Textanum stolið af canis.is og breytt – ég veit ekki hvort þarft er að taka það fram …)
 
 
huginn joi yfirlit1 yfirlitx gallarhus innhus holamynd video hundskulptur skulptur skulpturdetail husinni yfirlitxx sirena
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is